Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í júlí og ágúst 2014 nam rúmum 610 milljörðum króna sem er 4,2% aukning miðað við sama tímabili árið 2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, eða sem nemur 16,1%.
Einnig er mikil aukning í rekstri gististaða og veitingastaða og í flokknum námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu, samanborið við 12 mánuði þar á undan.