Fréttir

Velja að tjá sig ekki um Bjarna

By Miðjan

December 24, 2020

Þingflokksformenn Vinstri grænna og Miðflokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, velja að tjá sig ekki um framferði Bjarna Benediktssonar eða hverjar afleiðingarnar kunna að verða.

Logi Einarsson, Oddný Harðardóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson hafa svarað erindi Miðjunnar. En Bjarkey og Gunnar Braga kjósa að segja ekkert.

Miðjan sendi erindi til fleiri þingmanna. Þau sem hafa engu svarað eru: Katrín Jakobsdóttir, Birgir Ármannsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Björn Leví Gunnarsson og Hanna Katrín Friðriksson.