Fréttir

Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar

By Miðjan

July 20, 2018

„Þingflokkurinn er búinn að funda með ljósmæðrum og bjóða þeim þá aðstoð sem þær óska og við getum veitt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata .

Hann segir að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, sé búin að kalla nefndina saman til að fara yfir og vekja athyggli á stöðunni. Jón Þór ætlar að tala við ljósmæður á morgun hvort þær vilja koma á opin fund til að upplýsa þjóðina um stöðuna og hann vill fá ráðherra líka á fundinn.