- Advertisement -

Veldur vonbrigðum í eigin flokki

Mogginn, sem er óopinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir formann hans harkalega í dag. Það er fyrir stefnu Bjarna í skattamálun og hversu tregur hann er til að lækka skatta. Það er vinna Óla Björns Kárasonar, þingmanns flokksins, sem er kveikjan að gagnrýninni nú, en Mogginn hefur áður gagnrýnt skattastefnu Bjarna.

„Óli Björn bend­ir á… ….að skatt­byrði á tekj­ur ein­stak­linga hef­ur auk­ist gríðarlega. Þetta verður að sjálf­sögðu að leiðrétta og vek­ur furðu að ekki skuli unnið að því með mark­viss­um hætti að létta aft­ur byrðarn­ar af launa­mönn­um.“

Bjarni kom ekki á óvart

Þetta er þyngdarpunkturinn í gagnrýni dagsins. Í Mogganum segir einnig: „Svar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn, Óla Björns Kára­son­ar alþing­is­manns um þróun á skatt­byrði árin 2009-2017, veld­ur tölu­verðum von­brigðum. Svarið kem­ur þó því miður ekki á óvart. Á það hef­ur ít­rekað verið bent, meðal ann­ars á þess­um vett­vangi, að vinstri­stjórn­in sem sat á fyrstu ár­un­um eft­ir fall bank­anna hækkaði skatta óhóf­lega og að þær stjórn­ir sem á eft­ir hafa komið

Þú gætir haft áhuga á þessum
Óli Björn Kárason og Davíð Oddsson fara fyrir gagnrýni á formanninn, Bjarna Benediktsson.

hafa ekki undið ofan af þeim skatta­hækk­un­um. Af­leiðing­in er sú að með batn­andi efna­hag og hækk­andi laun­um lands­manna hef­ur ríkið aukið stór­kost­lega hlut­deild sína í þjóðar­kök­unni.“

Óhófleg skattheimta

Síðan segir í leiðara dagsins í Mogganum: „Óli Björn bend­ir líka á að fyr­ir­hugað sé að lækka trygg­inga­gjaldið enn frek­ar, en lækk­un á því hef­ur gengið afar hægt sem er veru­lega íþyngj­andi fyr­ir rekst­ur fyr­ir­tækja í land­inu, enda bæt­ist trygg­inga­gjaldið við mikl­ar launa­hækk­an­ir og um­tals­verðar hækk­an­ir á greiðslum í líf­eyr­is­sjóði. Þess­ar hækk­an­ir eru vissu­lega já­kvæðar fyr­ir launa­menn og sýna hve hlut­ur þeirra hef­ur batnað á liðnum árum, en ríkið á ekki að njóta þeirra með þeim óhóf­lega hætti sem verið hef­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: