Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar skrifar:
Vel gert, Vísir, litla krútt. Félög í Eigu Elvars Ingimarssona eru í vanskilum við skattinn upp á tæpar 50 milljónir. Vanskilin við lífeyrissjóðinn Gildi er rúmar 12 milljónir. Til viðbótar ýmis önnur vanskil. En auðvitað eru það aðgerðir Eflingar sem orsökuðu gjaldþrotið. Skamm vonda Efling að koma í veg fyrir að heiðvirðir viðskiptamenn geri upp við skattinn og Gildi, það er ekki ofsögum sagt af illkvitni þinni og andstyggilegheitum.