Spurningin er einföld: „Hver er áætlaður kostnaður við að breyta Laugavegi í varanlega göngugötu og hver er áætlaður kostnaður við að breyta Skólavörðustíg í varanlega göngugötu?“
Svar borgarstjóra er svona: „Borgarstjórn samþykkti 4. september 2018 að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið. Á fundi skipulags og samgönguráðs 3. apríl 2019 var samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að forhönnun og undirbúningi deiliskipulagsbreytingu á grundvelli áfangaskiptingar.“
Eins var spurt: „Hver er áætlaður framkvæmdatími við að breyta götunum í varanlegar göngugötur, hvenær er áætlað að byrja framkvæmdirnar og hvenær eru verklok áætluð?“
Aftur er svar Dags sérstakt: „Samkvæmt drögum að fjárfestingaráætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 100 mkr í undirbúning, verkhönnun og kostnaði við útboð á 1. áfanga verksins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við 1 áfanga hefjist á árinu 2021 og framkvæmdir við 2 áfanga á árinu 2022 og ljúki sama ár. Ekki liggja fyrir áætlanir um aðra áfanga verksins.“
Það voru Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, og Vigdís Hauksdóttir Miðflokki sem spurðust fyrir.