Greinar

Veist þú?

By Aðsendar greinar

September 23, 2021

Ómar Sigurðsson skrifar:

Að á kjörtímabilinu hefur ellilífeyrir hækkað um 30 þús, en laun ráðherra um 830 þús.

Að frá því Borgun var seld, hefur færslukostnaður hækkað um 2500%.

Að frá því kvótakerfið var sett á hefur þorskaflinn hrunið úr 500 þúsund tonnum í rúm 200 þúsund.Að á sama tíma hefur þorskaflinn í Barentshafi farið úr 500 þúsund tonnum í 1 miljón tonn.

Að samt segja sumir að þetta sé besta kerfi í heimi.

Að skerðingar ellilífeyris hafa hækkað um 25% á kjörtímabilinu, þó lofað hafi verið að afnema þær.

Að aldrei hefur verið hefur verið jafn mikill munur á ellilífeyri og framfærsluviðmiðum.

Að fostjóri fyrirtækis sem hefur fengið styrk frá ríkinu upp á miljarð er með 18 miljónir í mánaðarlaun.

Að Mogginn fékk 86 miljónir í styrk, þar af fékk Davíð Oddsson 55 miljónir.

Að styrkþeginn er Guðbjörg Matthíasdóttir ríkasta kona íslands.

Að Torg fékk 90 miljónir í ríkisstyrk, eigandi Torgs er Helgi Magnússon einn auðugasti maður íslands.Þú veist hverjir stjórnuðu þessu.

Ætlar þú að kjósa þá áfram?