- Advertisement -

Veikleikinn er hlýðni við fjármagnseigendur og stórfyrirtæki

…að velmegun samfélaga sé hægt að meta eftir stöðu eignamarkaða hinna best settu, hvort hlutabréf og fasteignir hækki eða lækki.

Gunnar Smári skrifar:

Hér er samanburður á sóttvörnum á Nýja Sjálandi/Ástralíu annars vegar og Íslandi og Bandaríkjunum hins vegar. Og þar sést að harðar sóttvarnir á suðurhveli hafa ekki haft verri efnahagslegar afleiðingar, þvert á móti. Niðurstaðan er að tilslökun stjórnvalda á Íslandi síðast liðið vor og vilji til að fara í eins veikar aðgerðir og mögulegt var í haust, hafa ekki skilað neinum efnahagslegum ávinning; verið jafn vitlausar efnahagslega og frá sjónarhóli sóttvarna. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar eru svo enn vitlausari.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá víkur almannahagur.

Veikleiki íslenskra stjórnmála er hversu hlýðin þau eru þegar fjármagnseigendur og stærstu eigendur stærstu fyrirtækjanna leggja fram kröfur sínar. Þá víkur almannahagur. Stjórnvöldum á Nýja Sjálandi og Ástralíu auðnaðist að verja almannahag betur. Og uppskáru svo til smitfrítt samfélag, sem er ekki aðeins forsenda heilbrigðs mannlífs, eðlilegra samskipta og menningar-, lista- og félagslífs, heldur líka það sem gerir efnahagnum best; að almenningur geti lifað og starfað án ótta. Þegar allt kemur til alls er það mikilvægara en efnahagsreikningur stórfyrirtækja eða sálarlíf þeirra sem þeim stjórna (sem sveiflast stjórnlaust eftir stöðu markaða, sem keyrðir eru áfram af spákaupmennsku).

Miðað við ummæli ráðafólks og stjórnmálastéttarinnar um áramótin hefur þessi lærdómur ekki náð til þess fólks. Ráðherrarnir kepptust við að halda því fram að hér væri allt eins og best verður á kosið, þrátt fyrir atvinnuleysi og vaxandi fátækt, og stjórnarandstaðan á þingi ýmist tók undir þá firru (Miðflokkur og Viðreisn) eða höfðu of veik andsvör til að andmæla (Samfylking, Píratar og Flokkur fólksins). Það er óendanlega sorglegt að í miðjum faraldri og kreppu, sem bitnar harðast á þeim efnaminni, skuli meginstraumsumræðan einkennast af fáránleika nýfrjálshyggjunnar; að velmegun samfélaga sé hægt að meta eftir stöðu eignamarkaða hinna best settu, hvort hlutabréf og fasteignir hækki eða lækki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: