Stjórnmál „Veikburða forysta Framsóknarflokksins er okkur gömlu framsóknarfólki hin mesta ömun. Við munum tímana tvenna,“ segir Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksinsog menntamálaráðherra, í grein í Fréttablaði dagsins.
Ingvar er afar ósáttur. Hann segir einnig: „Þetta stórtæka framboðsklúður, sem forysta flokksins hefur gert sig bera að frá upphafi til enda, á sér enga hliðstæðu í næstum 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Og þegar eftirleikur klúðursins er sá sem raun ber vitni, að ályktunarlygurum er lagt upp í hendurnar að skálda upp og útbreiða ófrægingarmýtu um flokkinn, þá er tímabært að flokksforystan taki við sér.“
Ráðaleysi og klúður
Ingvar kennir fjölmiðlum um hluta þeirra stöðu sem flokkurinn er í. En hann gagnýnir líka núverandi forystu flokksins, einsog kom fram hér að ofan og ráðherrann fyrrverandi segir einnig: „Ef lýsa ætti í fáum orðum þeirri hlið, sem að innanflokksmálum snýr, einkennist hún af veikburða forystu, ráðaleysi og klúðri.“
Á Sveinbjörg Birna að víkja?
Í fyrstu lotu framboðsklúðursins sagði Óskar Bergsson af sér sem fyrsti maður á framboðslista flokksins í Reykjavík – reyndar að óþörfu. Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?