„Hinn gömlu og sterku tengsl jafnaðarmannaflokka Evrópu við launþegahreyfingar, einkum þó á Norðurlöndunum, hafa smátt og smátt veikst og rofnað. Fyrir bragðið hefur fylgi jafnaðarmanna minnkað og nýir flokkar, einkum popúlista, hafa sótt fram á hinn pólitíska vígvöll og höggvið skörð í gömlu „klassísku“ flokkana,“ skrifar Árni Gunnarsson, fyrrum þingmaður Alþýðuflokksins.
„Ungir jafnaðarmenn víða um Evrópu eygja nú von um betri tíma. Ástæðan er versnandi hagur kapitalískra flokka, sem hafa fengið alvarlega skelli í og eftir heimskreppuna 2008 og nú á allra síðustu tímum, þegar markaðsöflin hafa ekki náð vopnum sínum og hafa verið gerð ábyrg fyrir gríðarlegri misskiptingu ríkra og fátækra. Þá hefur forsetatímabil Trumps breytt afstöðu almennings til getu auðhyggjunnar til efnahagsbata þjóða.
Kapítalisminn getur verið prýðilegt hagstjórnartæki, en það verður að hafa trausta stjórn á honum. Það gerði Trump ekki heldur nýtti stöðu sína til að lækka skatta á auðmönnum og stórfyrirtækjumk, en lét sig einu skipta hvað varð um millistéttina, sem löngum hefur verið styrkasta undirstaða hins bandaríska samfélags.“