„Stjórnvöld á Grænlandi innheimta mun hærri veiðigjöld af fiskafla en tíðkast á Íslandi. Í ársbyrjun 2018 tók gildi nýtt veiðileyfagjaldakerfi til mikils ábata fyrir samfélagið. Þetta er raunar ekki leiðin sem við í Samfylkingunni tölum helst fyrir en útfærslan er skýr, skilningurinn er klár; auðlindin er eign þjóðarinnar og hún hefur af henni sanngjarnar tekjur til reksturs samfélagsins,“ sagði Guðjón Brjánsson Samfylkingu í þingræðu.
„Á árinu 2018 námu veiðigjöldin á Grænlandi rétt um 4,5 milljörðum íslenskra króna en árið 2018 tæpum 9,5 milljörðum og það er blússandi afkoma í greininni eftir sem áður. Grænlendingar hafa gert fjögurra ára fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem greiðir fyrir um fjórfalt hærra verð á hvert veitt kíló af þorskígildi en það sem íslenska ríkið fær í gegnum veiðigjaldið og tekjuskatt. Þetta er mál málanna og snertir allt samfélagið.“