Veiðigjöldin eru sem blaut tuska
Fullkomið uppnám á Alþingi. Nýlegt samkomulag við stjórnarandstöðuna eru svikin, segja þingmenn.
„Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar rétt áðan. Þar var hún að tala um frumvarp um lækkun veiðigjalda um tæpa þrjá milljarða.
„Vil taka fram að málið verður á dagskrá þingsins, það er forseti sem ákveður dagskrá þingsins, „ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Logi Einarsson segir að nú sjáist hvert erindi ríkisstjórnarinnar sé. Hann sagði að þingmenn muni ekki þola þennan framgang á þinginu.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði ríkisstjórnina svíkja allt það sem samið var um stjórnarandstöðuna, það er um framgang mála á þinginu.
Það vita allir hverslags pólitísk sprengja þetta er,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.