- Advertisement -

Veiðigjöld eiga ekki að tengjast afkomu

Björgvin Guðmundsson.

Sjávarútvegsráðherra og ferðamálaráðherra sögðu í gær, að veiðigjöldin ættu að vera afkomutengd. Ég er ekki sammála því. Veiðigjöldin eru ekki skattur. Þau eru afgjald fyrir afnot af notkun sjávarauðlindarinnar, sem þjóðin á. Þetta afgjald er likt húsaleigu. Húsaleiga er ekki afkomutengd. Það þýðir ekki fyrir leigjendur húsnæðis að hlaupa vælandi til húseigenda og segja, að afkoma þeirra sé erfið og því þurfi þeir að fá lækkun húsaleigunnar en það gera útgerðarmenn; þeir hlaupa vælandi til ríkisstjórnarinnar og biðja um lækkun þar eð afkoman sé erfið.

En þeir vljja hirða ávinninginn,þegar vel gengur. Tiltölulega fáir útvaldir fengu afhentar fríar veiðiheimildir í upphafi. Þjóðin var óánægð með það. Þá var samþykkt að leggja á veiðigjaldið til þess að reyna að sætta þjóðina við afnot útgerðarmanna af sameiginlegri sjávarauðlind þjóðarinnar. Veiðigjöldfin hafa alla tíð verið alltof lág eins og Katrín Jakobsdóttir benti á rétt fyrir kosningar þegar hún var að reyna að ná völdum. En það á ekki að lækka veiðigjöldin þó einhverjar smáútgerðir í kjördæmi Lilju Rafney eigi í erfiðleikum. Útgerðarmenn verða að venja sig við, að afgjaldið sem þeir greiða er ekki skattur heldur afgjald og það á ekki að vera afkomutengt.

Björgvin Guðmundsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: