„Þetta er skásta nálgun sem þetta gjald er reiknað eftir og góð nálgun á rauntímagjaldi. Sjálfur hef ég talað fyrir fastri prósent á landaðan afla, eins einfalt og aflagjöld hafna. Það fær ekki hljómgrunn svo ég mun styðja þetta þegar við í atvinnuveganefnd höfum aðeins heflað þetta til,“ segir Ásmundur Friðriksson, sem á sæti í atvinnuveganefnd þingsins.