- Advertisement -

Vegatollar eiga að bæta upp skattalækkanir hinna ríku

Gunnar Smári skrifar:

Vegatollar eru aðferð til að láta almenning borga skattana sem lækkaðir hafa verið á auðfólki. Skattalækkun til hinna ríku hefur skilið eftir holu á ríkissjóði. Þau sem lækkuðu skattana á hin ríku vilja nú fylla holuna með auknum álögum á almenning.

Ef skattar eru aftur hækkaðir á hin ríkustu, fyrst og fremst um 250 hinna allra ríkustu; væri hægt að leggja alla þá vegi og bora öll þau göng sem ykkur dreymir um. Ef almenningur rís ekki upp mun hann kikna undan því að bera auðfólkið sem hefur komið sér undan eðlilegri þátttöku í samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: