Neytendur „Þetta er ekki góð auglýsing“, sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um hátt verðlag og hversu dýr viðurgjörningur getur verið og einkum þar sem erlendir ferðamenn eru fjölmennir. Rætt var við hann í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Sem dæmi um hátt verð sýna nýlegar kannanir að verð á bílaleigubílum er oftast margfalt hærra hér en í næstu löndum.
Aftur að Reykjavík síðdegis og viðtalinu við Jóhannes.
„Mér finnst yfirgengilegt hvað er verið að selja á háu verði í vegasjoppum kringum landið. Verðlagið er einsog þetta sá allt fimm stjörnu veitingahús.
En hvað veldur þessu?
„Væntanlega gróðavon. Menn reyna að hagnast sem mest en gleyma um leið að kúnnar sem sjá verðiðm, þeir forðast staðinn. Menn eru að ýta frá sér kúnnanum, þeir eru að fá á sig slæmt orð. Ég held að enginn hagnist á því.“
En bitnar þetta þá ekki mest á íslenskum ferðamönnum?
„Ætli þeir taki ekki með sér bitabox að heiman, þeir þekkja verðlagið.“
Hvernig geta neytendur brugðist við?
„Þeir geta ekki brugðist öðruvísi við, ef þeim ofbýður verðlagið, en að láta vita að þeir kaupi ekki á svona okurverði.“