- Advertisement -

Vegamálastjóri: „Ég hef ekki þekkingu á því“

„Daglega fara hundruð 20-40 tonna flutningabíla um landið þvert og endilangt.“

„Hinn nýi forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, talar fyrir því að auka enn frekar álögur á bíla og umferð. Í viðtali á Rás 2 þann 24. janúar lýsti hún sig hlynnta vegtollum til að fjármagna nauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, sem hún sagði sprungið.“

Þetta kemur fram í góðri úttekt á vefsíðu FÍB, fib.is.

„Vissulega er 53% aukning meðalumferðar mikil á aðeins 5 árum. En er vegakerfið „sprungið“ vegna ferðamanna á fólksbílum sem vega að jafnaði 1-2 tonn? Hvað með þungaflutningana sem hafa stóraukist á undanförnum árum eftir því sem þjóðartekjur hafa aukist? Daglega fara hundruð 20-40 tonna flutningabíla um landið þvert og endilangt. Reiknað hefur verið út að einn slíkur flutningabíll valdi sama álagi og niðurbroti á undirlagi veganna og nokkur þúsund fólksbílar.“

Þar segir einnig: „Í viðtalinu á Rás 2 var forstjóri Vegagerðarinnar spurð út í áhrifin af þungaflutningunum á vegakerfið. Því sagðist hún ekki geta svarað. „Ég hef ekki þekkingu á því“ sagði forstjóri Vegagerðarinnar. Já, forstjóri Vegagerðarinnar.“

„Daglega fara hundruð 20-40 tonna flutningabíla um landið þvert og endilangt. Reiknað hefur verið út að einn slíkur flutningabíll valdi sama álagi og niðurbroti á undirlagi veganna og nokkur þúsund fólksbílar.“

Þá segir á fib.is: „Í viðtalinu lýsti forstjórinn vanþekkingu á hvað veldur því að vegakerfið er „sprungið“. Hún varpaði sökinni á erlendu ferðamennina sem fara um landið á bílaleigubílum. „Þetta aukna álag sem er á kerfið kemur frá fólki sem kemur hingað og vill nota þetta kerfi,“ sagði forstjórinn. Taldi hún þar af leiðandi ástæðu til að fara að rukka „einhverskonar gjald“ af túristum með vegtollum. Ekki gat hún þess að nú þegar greiða ferðamenn það sama og allir aðrir hér á landi fyrir afnot af vegakerfinu. Hún skautaði einnig framhjá því að auknar álögur á ferðamenn eru um leið auknar álögur á alla landsmenn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: