Auðvitað er ólga innan Sjálfstæðisflokksins. Forysta flokksins þarf að þola eitt og annað. Sumt skiptir kannski ekki miklu máli. Það fer eftir hver talar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er klárlega meðal þeirra sem koma til greina sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar eftirtekta grein í Moggann í dag. Þar rekur híun sögu heimsþekktra stórfyrirtækja sem vegna rangra ákvarðana urðu nánast að engu.
Fyrirtækin eru Kodak, Nokia, Blockbuster og Compaq. Hún endar svo greinina svona:
Seint í greininni segir: „Það er hægt að glutra þessu niður með röngum ákvörðunum – og þá sérstaklega þegar vel gengur.“
Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum. Aldrei haft minna fylgi og annað er eftir því. Áslaug Arna endar greinina svona:
„Það þarf Sjálfstæðisflokkurinn líka að gera. Nýta þessi mögulegu tímamót vandlega og taka réttar ákvarðanir þegar kemur að því að takast á við framtíðina.“
Öllu læsu fólk er ljóst hvað er átt við. Nema kannski Bjarna og Þórdísi Kolbrúnu. Seinnilegast er best fyrir þau að svara sem fyrst hvað þau hyggist fyrir. Ætla þau að gefa áfram kost á sér í forystu flokksins, eða ekki.
-sme