„En vegna svikanna eru aldraðir og öryrkjar skattpíndir í dag. Því verður að breyta.“
Björgvin Guðmundsson skrifar:
Stefán Ólafsson prófessor segir í Kjarnanum,að skattpíning láglaunafólks hafi aukist meira á Íslandi en í nokkru öðru landi OECD. Á síðustu 2-3 áratugum hafi skattbyrði verið færð af hálauna- og stóreignafólki yfir á lægri og millitekju hópa.
Þetta hefur bitnað hlutfallslega mest á þeim allra lægst launuðu. Nú er Ísland komið með eina hæstu skattbyrðina á láglaunafjölskyldur meðal OECD ríkja. Á sama tíma og þetta gerðist lækkaði skattbyrði hátekjufólks.
Þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp var lífeyrir aldraðra og öryrkja skattfrjáls. Í dag er þessi lífeyrir skattlagður að fullu. Því var lofað, að persónuafsláttur mundi fylgja neysluvísitölu. Það var svikið. Ef staðið hefði verið við það væri lífeyrir enn skattfrjáls. En vegna svikanna eru aldraðir og öryrkjar skattpíndir í dag. Því verður að breyta.