- Advertisement -

Ríkisstjórnin: Vaxandi óánægja innan Sjálfstæðisflokks

Stjórnmál Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er vaxandi óánægja með Framsóknarflokkinn, og þá um leið með stjórnarsamstarfið. Þingmaður sem rætt var við sagðist vera búinn að fá meira en nóg. Aðrir viðmælendur tala á sömu nótum.

En hvað er það sem helst skapar óánægjuna. Framganga Sigmundar DavíðsGunnlaugssonar forsætisráðherra fer fyrir brjóstið á sumum þingmanna samstarfsflokksins. En er það eitthvað eitt, sem angrar samstarfsfólikið? Nei, ekki eitt, en margt smátt gerir eitt stórt. Nú er mest talað um það nýjasta, það er orð Sigmundar Davíðs um að draga þurfi úr áformum um frekari skattalækkanir. En skattalækkanir eru jú eitt helsta baráttumál Sjálfstæðisflokksins.

Já, skattalækkanir skipta Sjálfstæðisflokkinn miklu máli.

„Skatt­ar munu lækka frek­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í ávarpi á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í apríl. Og hann bætti við: „You ain’t seen not­hing yet.“ Fyrir flokksfólk er þetta mikið mál.

Einn þingmannanna, sem var rætt við, sagði fjarri lagi að ríkisstjórnin sé í hættu, en bætti við að rensluleysi Framsóknarflokksins sé mikið og oft þreytandi. Sigmund Davíð skorti pólitíkst uppeldi, hann hafi komið snöggt inn í stjórnmáin og án þess að hafa starfað þar áður en hann varð formaður flokksins.Þingmaðurinn sagði þetta há ráðherrum Framsóknarflokksins, helst Sigmundi Davóð og Gunnari Braga Sveinssyni. Gunnar Bragi, til að mynda, hafi orðið ráðherra, kannski tíu árum fyrr en vel hefði verið.

Einn þingmannanna, sem rætt var við, var ekki að skafa ofan hlutunum. Sagðist bara ekki þola þetta öllu lengur. En þola hvað? Jú, þingmaðurinn orðaði það þannig, „bullið“ um ferskt erlent kjöt, sterakjöt, heilsubrest og styttra líf vegna þess og það vanti fjölmiðil sem skilur Framsóknarflokkinn. Fleiri tilfelli voru nefnd.

Það er hugmyndaágreiningur milli flokkanna, sagði þingmaður Sjáfstæðisflokksins. Sá sagði hann helst birtast í að Sjálfstæðisflokkurinn vill aukið frelsi, að fólk ráði meiru um eigið líf, en að sér þyki forsjárshyggjan og inngrip Framsóknarmanna ganga gegn skoðunum Sjálfstæðisflokksins. Dæmi? Jú, til að mynda að vera á móti að áfengi verði selt í matvöruverslunum, nema litlum matvöruverslunum og þá helst, eða eingöngu á landsbyggðinni.

Þrátt fyrir óþol í röðum Sjálfstæðismanna, mun flokkurinn ekki vilja slíta stjórnarsamstarfinu. Meðar annars, og kannski helst, vegna þess að staða Sjálfstæðisflokksins er ekki góð. Fylgið er komið niður í um 25 prósent og flokkur sem er veikari en hann hefur áður verið, verður að fara varlega, hann má ekki við að stíga feilspor.

Svo er hitt, að nái Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð ekki saman, til að mynda, um skattamálin getur margt gerst.

Sigmundur Davíð verður að fara í frí. Það er sumar og allt á að vera með kyrrum kjörum. Þá halda Framsóknarmenn fund, þar sem formaðurinn er segir mikið, dregur athyglina að flokknum og vafasömum fullyrðingu, svo mætir hann í Sprengisand, segir þar hluti sem beina kastljósi allra fjölmiðla að honum. Nei, hann verður að fara í frí.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: