Pétur Óskarsson skrifaði þetta á bakland ferðaþjónustunnar:
„Það er grundvallarmál að við tökum vel á móti gestum okkar í þessu landi og séum heiðarleg þegar við bjóðum þjónustu gegn gjaldi. Það á líka við þegar rukka á fyrir umferðarmannvirki eins og vegagöng. Það var meira en undarlegt að aka að Vaðlaheiðargöngunum í dag og sjá hvernig búið er með miklum brotavilja að fela valkostinn sem er ókeypis (Víkurskarðið) og hvernig búið er að stilla aðkomunni þannig að gestir sem ekki hafa verið varaðir við keyra beint í gildruna.Ef þú keyrir í gegn hefur þú 3 klukkustundir til að fara á netið og borga, ef það klikkar bætist við 66% sekt þannig að gjaldið fer úr 1.500 í 2500 krónur. Ég keyrði bæði í gegnum göngin og Víkurskarðið, ég sparaði u.þ.b. 10 mínútur á að fara í gegnum göngin en svo þurfti ég næstum jafn langan tíma til að stoppa og borga ferðina í gegnum netið og gefa þar upp kreditkortanúmer, tölvupóst og símanúmer.
Göngin eru fín og mikil samgöngubót einhverja mánuði ársins en þessi fjárplógsgildra sem þarna er búið að stilla upp á ekki heima í siðuðu samfélagi.
Ég legg til að þar til að Vegagerðin verður búin að merkja báða valkosti sómasamlega verði settir límmiðar í alla bílaleigubíla þar sem varað er við Vaðlaheiðargildrunni og fólki bent á Víkurskarðið sem ókeypis valkost.
Myndir og texti: Pétur Óskarsson, fengið af Favebook.