- Advertisement -

Varnarlausar konur á lægri launum

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Agnieszka Ewa Ziółkowska sem nú hefur starfað sem varaformaður Eflingar í tæpt ár, og fyrir að fá að berjast með henni fyrir réttlátara samfélagi.

„Agnieszka Ewa Ziól­kowska, vara­formaður Efl­ing­ar, er ein fjög­urra kvenna sem tek­ur þátt í pall­borðsum­ræðunum á fimmtu­dag­inn. Hún er fyrsta kon­an af er­lend­um upp­runa sem hef­ur gegnt embætti vara­for­manns í fé­lag­inu. Agnieszka hef­ur búið á Íslandi í þrett­án ár. Fyrstu árin starfaði hún við þrif hjá ISS. Þar voru flest­ir starfs­menn­irn­ir kon­ur af er­lend­um upp­runa. Marg­ar þeirra menntaðar en fengu ekki störf í sam­ræmi við mennt­un sína hér á landi að sögn Agnieszka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Agnieszka seg­ir starfs­ör­yggið oft tak­markað og tek­ur sem dæmi að þar sem hún var ekki með fa­stráðningu við þrif­in hafi vinnu­veit­and­inn hringt í hana að morgni og sagt henni hvert hún ætti að fara og þrífa. Þannig hafi hún kynnst mörgu fólki, brot­um á rétt­ind­um fólks og ólík­um aðstæðum á vinnu­stöðum. „Ég sá líka hversu órétt­látt launa­kerfið er oft. Að þeir sem unnu mest og erfiðustu störf­in fengu lægstu laun­in á meðan aðrir sem höfðu það frek­ar náðugt fengu hærri laun,“ seg­ir Agnieszka.“

Og:„Agniezka seg­ir að það séu marg­ar hindr­an­ir sem kon­ur af er­lend­um upp­runa mæti á ís­lensk­um vinnu­markaði og eins í sam­fé­lag­inu. Til að mynda skorti þær yf­ir­leitt bak­land sem ís­lensk­ar kon­ur hafa. Svo sem fjöl­skyldu sem er til staðar þegar eitt­hvað bját­ar á

eða varðandi aðstoð með börn. Þær upp­lifi sig því oft ein­ar og varn­ar­laus­ar og ein­fald­ir hlut­ir geta orðið flókn­ir vegna þessa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: