Stjórnmál

Varaþingmaðurinn tuddast í Bjarna

By Miðjan

March 02, 2023

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar í Mogga dagsins. Hann virðist óhræddur við Bjarna Benediktsson formann flokksins og stjórn hans á efnahagsstjórninni. Kjartan skrifar:

Verðbólga felur í sér að verðgildi peninga minnkar, sem og kaupmáttur almennings. Fáum við þannig 1,4% minna fyrir launin okkar nú um mánaðamótin en fyrir mánuði.

Verðbólga rýrir kjör almennings og er í raun viðbótarskattur sem leggst á alla. Um leið eykur slíkur skattur völd hins opinbera, sem fer með seðlaprentunarvaldið. Slíkur skattur bitnar hvað harðast á láglaunafólki og skuldugum íbúðarkaupendum. Haldist verðbólgan áfram há gæti hún étið upp vænta kaupmáttaraukningu launafólks

Verðbólga er ekki einfalt fyrirbæri og margt hefur áhrif á hana. Mikil þensla í hagkerfinu, hátt húsnæðisverð og margra ára opinber eyðsla umfram efni eru stórir orsakavaldar. Ólíklegt er að verðbólgudraugurinn verði kveðinn hratt niður. Þess vegna er mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Augljóst er að draga þarf úr neyslu og auka aðhald. Á það ekki síst við um hið opinbera, ríki og sveitarfélög, sem eru mörg rekin með halla og hafa safnað gífurlegum skuldum undanfarin ár. Þrátt fyrir þá stöðu eru ekki enn merki um að hið opinbera sé að rifa seglin, hvorki í fjárfestingum né rekstri.

Þetta er hluti greinar Kjartans sem birt er í Mogga dagsins. Ljóst er að óánægju raddir heyrast nú er Valhöll.