„Með því að bjóða upp á þennan stuðning er verið að koma í veg fyrir a.m.k. eina efnahagslega hindrun í lífi tekjulágra sem treysta á almenningssamgöngur. Hvað varðar gjald í almenningssamgöngur yfirhöfuð er stefna Sósíalistaflokks Íslands sú að gjaldfrjálst verði í strætó/borgarlínu og mikilvægt er að vinna að því,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki í borgarstjórn.
Meirihlutinn var alls ekki sammála: „Hlutverk Strætó er að flytja sem flesta farþega milli staða á þægilegan og öruggan hátt. Varasamt er að líta á Strætó sem félagslegt úrræði.“
Sjálfstæðisflokkurinn tók undir með Sönnu: „Sú leið að virkja þá sem eru á fjárhagsaðstoð með því að hafa frítt í strætó myndi kosta borgina lítið enda er nýting Strætó minni en æskilegt væri. Stakt fargjald með Strætó kostar 490 krónur, en hætta er á að þeir sem eru tekjulægstir hafi ekki möguleika á að kaupa sér árskort sem veitir hagstæðasta fargjaldið. Það væri jákvætt virkniúrræði af hálfu borgarinnar að samþykkja þessa tillögu.“