Fréttir

Varamaður Bjarna kallar eftir afsögn Þórólfs

By Miðjan

December 21, 2021

„Þórólf­ur er ef­laust bara góður dreng­ur og vel mein­andi en að hafa einn mann með ótemprað svona vald, sér­fræðivald sem að þar að auki er sett­ur á stall af lækna­stétt­inni og það má eng­in gagn­rýna mann­inn, þetta er sjúk­legt ástand,” seg­ir Arn­ar og bæt­ir við. „Nú ætla ég bara að segja það hér í þess­ari út­send­ingu að ég tel að Þórólf­ur megi sko fara að líta al­var­lega í eig­in barm og ég telji að hon­um hafi orðið á al­var­leg mis­tök 13. des­em­ber sem ættu lík­leg­ast að verða til þess að hann segi af sér,” sagði Arn­ar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann er fyrsti varamaður í kjördæmi Bjarna Benediktssonar.

Arnar Þór Jónsson var í viðtali í hlavparpi bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium, Þvottahúsinu.

„Allt í einu átt­ar maður sig á því að þetta er ekk­ert bara eitt­hvað show. Þú ert ekk­ert bara ein­hver fín per­sóna í ein­hverju nefnd­ar­hlut­verki því það fylg­ir þessu mögu­lega bara ein­hver ábyrgð og viltu þá ekki bara axla hana? eða ætl­ar þú bara að flýja hana. Og ef þú ætl­ar bara að flýja hana veistu hvað þú þá ert? Bara pappa­kassi,” sagði Arn­ar í viðtalinu.

Hvað hann átti við er óvíst.