Stjórnmál

Varaformannsslagur í Miðflokki

By Miðjan

April 02, 2020

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður og þingflokksformaður Miðflokksins, sagðist í Morgunútvarpi Miðjunnar, ætla að sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur tilkynnt að hún muni sækjast eftir varaformennsku Miðflokksins.

Það stefnir því í kosningabaráttu innan Miðflokksins.

Aðspurður hvort Gunnar Bragi muni styðja Ólaf Ísleifsson til formennsku þingflokksins, sagði hann ótímabært að gefa eitthvað út um það.