„Varadekkið Einar Þorsteinsson sagði það svo „popúlisma“ inntur eftir því af hverju hann og félagar hans í ráðhúsinu lækkuðu ekki laun sín til að mæta eigin óráðsíu undanfarinna ára. Hann sá sömuleiðis ástæðu til að halda því til haga að alls ekki yrði farið í að fresta eða hætta við fjárfestingu borgarinnar í borgarlínunni. Nei, það er auðvitað betra að skera niður skólamat barnanna,“ segir í nýrri Moggagrein Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins.
En ég geri að tillögu minni að formaður Sjálfstæðisflokksins, fjár“málaráðherra, geri borgarbúum greiða og bjóðist til að fresta öllum fjárfestingaráformum sem tengjast borgarlínu. Það væri sparnaður sem gagn væri að,“ skrifar þingmaðurinn.