- Advertisement -

Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Hann grípur um hàlsinn og þrengir að, kastar mér í jörðina og heldur áfram að sparka í mig og slá“

Guðný Maja Riba er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari. Hún segir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi verið beitt grófu ofbeldi af barnsföður.

Segist Guðný hafa orðið fyrir stöðugu áreiti frá barnsföður sínum síðan sambandi þeirra lauk, fyrir nokkrum árum síðan; en segir líka að hún hafi orðið fyrir grófu ofbeldi næstum allan þann tíma sem hún var í sambandi með manninum, eða ein fimmtán ár. Henni tókst síðan með hjálp vinkvenna sinna að losna úr ofbeldissambandinu; en hafi engu að síður búið við hótanir og áreiti af hendi mannsins.

„Síðasti sólarhringur hefur einkennst af hringingum og skilaboðum frá vinum og vandamönnum sem hafa áhyggjur af áreiti og myndbirtingu sem hafa verið einkennadi síðustu mánuði frá fyrrum sambýlismanni mínum og barnsföður,“ skrifar Guðný og bætir við:

„Fyrir 15 mánuðum síðan skildi ég. Ég skildi við mann sem ég hafði verið með í 15 ár. Á þessum 15 árum gekk á ýmsu eins og gengur og gerist í samböndum almennt; í okkar tilfelli voru slæmu tímabilin of mörg – það var bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi. Ég var ung þegar sambandið hófst og strax á fyrstu mánuðunum hófst ofbeldið – það var mis mikið – stjórnun – ásakanir um allskyns hluti sem áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það var neysla og drykkja á heimilinu – mikill óstöðugleiki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðný varð „ólétt árið 2011, og þegar barnið okkar var 12 daga fékk ég þau vinsamlegu tilmæli að ég ætti að hundskast fram úr eða hvort ég ætlaði að hanga uppí rúmi að gefa brjóst. Við fengum fljúgandi stól í áttina að okkur þegar barnið var 6 vikna – kýlt í spegla – við vorum oft rekin út af heimilinu yfir þessi 15 ár og því var óöryggið mikið.“

Hún nefnir að „í byrjun árs 2018 ákvað ég að fara í hjólaferð til Spánar og undir niðri vissi ég að það yrðu afleiðingar af þeirri ferð sem og það gerði – í lok ferðarinnar byrjaði hann að àsaka mig um ýmisskonar hluti sem stóðust ekki. Þegar heim var komið stóð hann með blóm á Keflavíkurflugvelli eins og ekkert hefði átt sér stað – hann keyrði mig í vinnuna og þá hófust yfirheyrslunar áfram sem enda með því að hann eltir mig úr bílnum þrengir að hálsinum á mér sparkar og slær mig þannig sést á mér – ég tilkynni ofbeldið sem ég þorði ekki að kæra.“

Á þessari stundu vissi Guðný að hún þyrfti að koma sér í burtu.

„Eftir þessa árás tóku við margir dagar af mjög grófu andlegu ofbeldi þar sem mér var kennt um þessa árás og ef ég hefði nú ekki brugðist svona illa við þessum ásökunum hefði þetta ekki gerst. Við tóku erfið ár með loforðum um bót og betrun og meðferð við áfengis- og fíkniefnaneyslu. Í apríl 2021 opnaðist síðan gluggi um að komast út – vinkonur mínar komu heim til mín pökkuðu hluta af dótinu okkar og fluttu mig út.“

Og þá byrjaði fyrrum sambýlismaður Guðnýjar að hóta henni.

„Þegar ég fór byrjuðu hótanir – niðurlægjandi skilaboð – Áreitið var gífurlegt og ég og sonur minn fluttum á Hótel og í janúar 2022 náði ofbeldið nýjum hæðum þar sem hann hótaði mér lífláti og lögreglan var kölluð til þar sem hann mætir á hótelið og reynir að sparka sér leið inni herbergið.

Inni í herberginu var vinkona mín með mér ásamt börnunum okkar. Í þessu máli voru bæði skriflegar hótanir og hótanir um lífláti sem lögreglan hlustaði á.“

Guðný nefnir að „hann hefur ítrekað sett status um mitt persónulega einkalíf og birti myndir af mér og Jóhanni – sent mörg tugi ef ekki hundruða emaila á síðustu mánuðum. Áreitið beinist ekki lengur bara að mér heldur fólki sem er í samskiptum við mig. Hann hefur ítrekað mætt fyrir utan heimili Jóhanns – bankað og lögreglan kölluð til og hefur hótað barsmíðum. Hann fer inná gömul Facebook og póstar þar myndum og sendir þar í mínu nafni skilaboð. Hann hótar að skrifa fréttir og greinar til að birta.“

Guðný segir síðan að „í gær byrjuðu myndbirtingar aftur – bæði af mér og Jóhanni það var skrifaður texti með upplýsingum sem ekki eru réttar. Í nótt var síðan bíll skemmdur í eigu Jóhanns – lögreglan vildi lítið gera og ákvað ég að fara heim til Óskars og ræða við hann og biðja hann um að stoppa – áreitið væru gífurlegt.“

Guðný fékk síður en svo blíðar viðtökur frá fyrrum sambýlismanni sínum.

„Hann tekur á móti mér grípur um hàlsinn á mér og þrengir að og slær mig ítrekað og kastar mér í jörðina þar sem ég slæst utan í handrið og heldur áfram að sparka í mig og slá mig – vinur hans, Hilmar Skúlason kemur að honum og ég öskra og bið hann um að hringja á lögregluna – hann tók ákvörðun um að gera það ekki!

Ég kemst undan og inní bíl þar sem ég hef samband við 112. Lögreglan er kölluð til og ég fengin til að fara yfir áràsina – farið með mig á lögreglustöðina. Þar fór ég aftur yfir árásina síðan var mér sagt að Óskar ætti að mæta í skýrslutöku á morgun og yrði ekki handtekinn og gengi áfram laus þrátt fyrir eignaspjöll og líkamsárás. Síðasta útspilið var síðan að lögfræðingurinn hans hringir og ætlar að nýta öll sín tengsl til að ásaka mig um húsbrot og birta á helstu fréttamiðlum á morgun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: