- Advertisement -

Var þörf fyrir hundra árum – og er enn

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Í dag er ein öld frá því að Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands (flokkur og hreyfing voru eitt árið 1919) hófu útgáfu Alþýðublaðsins þar sem „…reyndin hefir orðið sú sama hér og erlendis, að alþýðan á við ramman reip að draga, þar sem hún dagblaðslaus þarf að etja kapp við auðvaldið.“

Síðar segir í inngangi blaðsins: „Alþýðuflokkurinn berst fyrir málstað alþýðunnar, en það er í raun og veru sama sem að berjast fyrir málstað íslenzku þjóðarinnar, því alþýðan og þjóðin er eitt, og sá sem berst á móti alþýðunni, eða í eiginhagsmunaskyni, af afturhaldssemi eða nýfælni, leggur stein í götu á leið hennar mót betri lífskjörum, hann er óvinur íslenzku þjóðarinnar, hversu hátt svo sem hann hrópar um ættjarðarást og verndun þjóðernisins.“

Allt á þetta jafn við í dag og fyrir hundrað árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: