- Advertisement -

Var ræða Piu brot á stjórnarskránni?

Björn Leví Gunnarsson. „Þetta er hins veg­ar svo dæmi­gert fyr­ir ís­lensk stjórn­mál og ís­lensku stjórn­ar­skrána.“

„Því miður, það get­ur eng­inn tekið til máls á þing­fundi úr ræðustóli Alþing­is nema kjörn­ir full­trú­ar“.  Þannig var svar Alþingis við spurningu Björns Leví Gunnarsson. Björn Leví vill leggja fram, og ætlar að leggja fram, frumvarp þar sem handahófskennt vakl úr þjóðskrá verði viðhaft og sá sem verður valinn fái að flytja ræðu á Alþingi Íslendinga.

„Þetta mál rifjaðist hins veg­ar upp um dag­inn þegar ut­anaðkom­andi aðila var boðið að flytja ræðu á þing­fundi og nú þegar viðkom­andi aðili hef­ur haldið þá ræðu, hvort þetta hafi verið þing­fund­ur eða hvort brotið hafi verið gegn stjórn­ar­skránni. Á þess­um fundi var önn­ur umræða um þings­álykt­un­ar­til­lögu sem þing­menn greiddu at­kvæði um. Það er sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um og ein­ung­is gilt ef um þing­fund er að ræða. Hins veg­ar var þarna aðili sem á sér eng­an stað eða und­anþágu í stjórn­ar­skránni að halda ræðu. Virk­ar stjórn­ar­skrá­in kannski fyr­ir danska kjörna full­trúa? Af því að nú­ver­andi stjórn­ar­skrá Íslands er að und­ir­lagi dönsk sko? Auðvitað ger­ir hún það ekki,“ skrifar Björn Leví í Moggann í dag.

„Þetta er hins veg­ar svo dæmi­gert fyr­ir ís­lensk stjórn­mál og ís­lensku stjórn­ar­skrána. Það virðist bara vera hægt að taka geðþótta­ákvörðun um eitt eða annað og þar við sit­ur. Annað dæmi um þetta eru óskrifuðu regl­urn­ar um störf þing­manna. Hvað sem því líður, þá hlakka ég til þess að klára þetta frum­varp mitt og sjá hvort það er rétt hjá lög­fræðing­un­um að stjórn­ar­skrá­in banni þetta eða hvort þetta er rétt hjá þing­for­seta að ut­anaðkom­andi geti haldið ræðu á þingi,“ skrifar hann.

Hér eru nánari skýringar Björns Leví Gunnarssonar: „Í apríl í fyrra sendi ég beiðni á tölvu­póst­fang þings­ins sem hjálp­ar til við upp­setn­ingu þing­manna­mála. Ég vildi gera frum­varp þar sem það yrði til nýr dag­skrárliður á þing­fund­um þar sem handa­hófs­kennt væri valið úr þjóðskrá fólk sem gæti flutt ræðu á þingi. Svarið sem ég fékk var að það væri ekki hægt „með vís­an til þess að Alþingi er sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins full­trúa­sam­koma þjóðar­inn­ar þ.e. þar eiga þjóðkjörn­ir full­trú­ar ein­ir sæti sbr. 31. gr. stjórn­ar­skrár „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörn­ir þing­menn, kosn­ir leyni­legri hlut­bund­inni kosn­ingu til fjög­urra ára.“ Slíkt frum­varp fer því í bága við stjórn­ar­skrána og þá hugs­un að þjóðin hafi rödd með vali á kjörn­um full­trú­um sín­um“.

Það var þó vísað í eina und­an­tekn­ingu frá þess­ari meg­in­reglu í 51. gr. stjórn­ar­skrár, þ.e. „Ráðherr­ar eiga sam­kvæmt embætt­is­stöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á því að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þing­skapa. At­kvæðis­rétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafn­framt alþing­is­menn.“

Eft­ir ít­rek­un var svarið ein­falt: „því miður, það get­ur eng­inn tekið til máls á þing­fundi úr ræðustóli Alþing­is nema kjörn­ir full­trú­ar“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: