Hnaut um þennan texta í Fréttablaðinu í dag:
„Ég hef mjög gaman af sögunni um textann Betri bílar, yngri konur, eldra whiskey, meiri pening. Þar syngur Björgvin Halldórsson um Paul McCartney með mjög íslenskum hreim eins og gert var á þeim árum þar sem Paul rímar ekkert sérstaklega vel við handaskol nema með enskum hreim. Það er kannski erfitt að segja þessa sögu á prenti, en hún verður frábær á tónleikunum,“ segir Matti og hlær. Matti er Mathías Matthíasson söngvari.
Lagið, sem Rúnar heitinn Júlíusson söng en ekki Bó, hefst svona:
„Hann var vélstjóri á fraktara og þekkti öll heimsins helstu mið, skarpeygður sem ránfugl og sólbrúnn eins og rið.“
Var þá Paul McCartney vélstjóri á fraktara? Og það kannski íslenskum?
-sme