- Advertisement -

Var Dagur blekktur í Braggamálinu?

- sem og aðrir borgarfulltrúar. Ekki eru til staðar gögn sem sýna fram á að leitað hafi verið hagkvæmustu tilboða, „...eins og segir orðrétt í áliti borgarlögmanns sem er algjörlega á skjön við orð borgarstjóra.“

„Þannig eru ekki til staðar gögn sem sýna fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða eins og segir orðrétt í áliti borgarlögmanns.“ Mynd: Veitingageirinn.

„Þennan tíma hefur skrifstofa eigna og atvinnuþróunar haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu við Nauthólsveg 100 og erfitt fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt.“

Þetta bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Pírata, þær Sabine Leskopf og Alexandra Briem á fundi innkauparáðs Reykjavíkur. Þær gera því skóna að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hafi vísvitandi beitt blekkingum. Annað er ekki hægt að lesa úr bókun þeirra.

Þær bókuðu einnig: „Að auki taka fulltrúarnir undir að samræmi í innkaupum sé mikilvægt og leggja til að kannað verði hvort ráðast ætti í rammasamninga um verk af þessum toga. Skoða þurfi hvernig hægt sé að nýta betur þá reynslu og þekkingu sem finna má í innkaupadeild til aðstoðar öðrum sviðum og deildum borgarinnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu, bókaði alvarlegar athugasemdir við yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um innkaup yfir einni milljón króna án útboðs.

„Eins og áður hefur komið fram er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða eða yfir 570 milljónir án útboðs. Þetta er alvarlegt í ljósi þess að hér er teflt með óábyrgum hætti með skattfé borgarbúa.“

Og Björn var ekki hættur:

„Ljóst er á yfirlitinu að fara þarf í gagngera endurskoðun á innkaupum borgarinnar en í áliti borgarlögmanns í lið 2 kemur fram að aðeins í einu tilviki eru til gögn frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem sýna fram á samanburðartilboð eða verðfyrirspurn. Þannig eru ekki til staðar gögn sem sýna fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða eins og segir orðrétt í áliti borgarlögmanns sem er algjörlega á skjön við orð borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október 2018. Þar lætur borgarstjóri hafa eftir sér eftirfarandi orð: „Forseti ágæta borgarstjórn. Ég ítreka það að það sem kom fram að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.““


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: