- Advertisement -

Vantraust, blautar tuskur og lögleysa Óla Björns Kárasonar

Ole Anton Bieltvedt:

Á grundvelli gamalkunnrar þrákelkni, sjálfbirgingsháttar og frekju taldi Kristján Loftsson þó, að hann myndi fá vilja sínum og áframhaldandi hvalveiðum framgengt, þrátt fyrir, að fyrir lægi, í ítarlegu og faglegu formi, að þær orkuðu mjög tvímælis.

Óli Björn, formaður þingflokks D, skrifar grein í blaðið um hvalveiðar og frestun eða tímabundið bann matvælaráðherra við þeim 5. júlí. Kennir þar ýmissa grasa. Er sumt skrýtið, annað vafasamt og flest einhliða.

Þetta nær líka til fyrirsagnar: „Vantraust grefur undan samstarfi“. Eiga þetta að vera „gömul sannindi og ný“. Skrýtið orðalag. Sennilega hefur formaðurinn meint: „Svik grafa undan samstarfi“, alla vega efnislega, en því fer fjarri, að Óli Björn geti ekki brigzlað ráðherra um svik.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það, að matvælaráðherra Vinstri grænna, beiti nú valdi sínu til að stöðva veiðar…

Afstaða Vinstri grænna til hvalveiða

Vinstri grænir hafa lengi verið á móti hvalveiðum. Flokkurinn lýsti því á þennan hátt 2015: „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns frambðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðaranar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum….Nú er mál að linni“.

Það, að matvælaráðherra Vinstri grænna, beiti nú valdi sínu til að stöðva veiðar, þegar langvinn og ítarleg vísindaleg úttekt á veiðum liggur fyrir og Fagráð um velferð dýra staðfestir að veiðarnar standist ekki lög, getur því varla talizt blaut tuska í andlit formannsins.

Þetta tal verður miklu fremur að telja látalæti, nú þegar D og F geta ekki lengur kúgað VG í málinu.

Ástæður síðbúins banns

Svandís Svavarsdóttir tók við embætti matvælaráðherra í árslok 2021. Í fyrra vor gerði hún ráðstafanir til að fylgzt væri náið með veiðum þá um sumarið, en starfsmenn Fiskistofu fylgdust með veiðum í hvalveiðibátunum, og eftirlitsdýralæknir MAST skoðaði alla hvalina, sem veiddust, 148 talsins, og mat drápið á þeim, í landi.

Voru þetta fagleg, ítarleg og vísindaleg vinnubrögð, og lá skýrsla um þessar veiðar fyrir um eða upp úr áramótum.

Hvalur hf lá hins vegar í því, að leita eftir frestun á útgáfu skýrslunnar, þóttist þurfa tíma til að meta hana og gera athugasemdir, þó að efnið hafi legið fyrir og Hvals-mönnum hafi auðvitað verið full kunnugt um, hvað gerðist í veiðunum og hvers væri að vænta, frá því að veiðum lauk.

Ef svo væri í raun, að ráðherra hefði bæði brotið lög og stjórarskrá…

Kristjáni Loftssyni og öllum þeim, sem tengjast hvalveiðum, líka starfsmönnum, mátti því lengi hafa verið ljóst, að ekkert öryggi væri til staðar um hvalveiðar 2023.

Á grundvelli gamalkunnrar þrákelkni, sjálfbirgingsháttar og frekju taldi Kristján Loftsson þó, að hann myndi fá vilja sínum og áframhaldandi hvalveiðum framgengt, þrátt fyrir, að fyrir lægi, í ítarlegu og faglegu formi, að þær orkuðu mjög tvímælis.

Síðbúið bann var auðvitað ekki gott, en, annars vegar, olli Kristján því sjálfur, og, hins vegar, mátti honum löngu hafa verið ljóst, að til þess kynni að koma.

Hvalveiðar, reglugerðir og lögin

Flokksformaðurinn fullyrðir, að sterk og skýr rök liggi fyrir um það, að matvælaráðherra hafi gengið ekki bara gegn lögum, heldur líka stjórnarskrá, með þeirri ákvörðun sinni, að fresta havalveiðum.

Ef svo væri í raun, að ráðherra hefði bæði brotið lög og stjórarskrá, og, ef Óli Björn og hans meðreiðarsveinar, einkum auðvitað höfuðpaurinn, Kristján Loftsson, hefðu í raun trúað þessari fullyrðingu, hefðu þeir væntanlega gengið í það í hvelli, að leggja málið fyrir dómstóla; fá frestun hnekkt þar, ef við á, með lögbanni.

Gjarnan má glugga aðeins betur á lagalega hlið hvalveiða.

Hvar var Óli Björn, D og áhugi þeirra á löghlýðni þessi 8 ár?

2009 setti þáverandi sjávarútvegsráðherra reglugerð um það, að verka bæri hval í lokuðu rými, undir þaki, til samræmis við reglugerð ESB um hollustuhætti í matvælaiðnaði og matvælaöryggi.

Þessi reglugerð tók gildi 2010. Í 8 ár, fram til 2018, hunzaði Kristján Loftsson þessa reglugerð, hélt áfram að verka undir beru lofti, eins og var 1949, þar sem sníkjudýr, fuglar og hvers kyns óværa gátu komizt í afurðirnar, og komst upp með það.

Hvar var Óli Björn, D og áhugi þeirra á löghlýðni þessi 8 ár?

Skilyrði hvalveiðileyfis fyrir 2014-2018 var, að Hvalur skilaði veiðidagbókum fyrir veiðarnar strax í lok veiðitímabils. Hvalur neitaði hins vegar að skila veiðidagbókunum, þrátt fyrir þetta afdráttarlausa ákvæði veiðileyfis, Fiskistofa margkrafðist bókanna, en Kristján Loftsson sýndi Fiskistofu og auðvitað sjávarútvegsráðuneytinu bara fingurinn. Góð framkoma og löghlýðni það.

Þetta virðist líka hafa verið í sinni Óla Björns og D, því ekki heyrðist múkk frá þeim um óréttmæti þessarar háttsemi, þetta reglubrot, jafnvel ekki eftir að forráðamenn Hvals höfðu verið sakfelldir fyrir hana fyrir Sakadómi Vesturlands.

Þess í stað verðlaunaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra D, Kristján Loftsson fyrir brotin með nýju hvalveiðileyfi fyrir tímabilið 2019-2023. Því umfangstmesta, sem um getur.

Óli Björn og D ættu að hafa hægt um sig í tali um lög- og stjórnarskárbrot annarra, og líta sér nær.

Vilji til góðrar sjórnsýslu

Eru það lýðræðishugmyndir Sjálfstæðisflokksins?

Óli Björn segist berjast fyrir góðri stjórnsýslu. Eitthvað virðist það þó hafa dottið upp fyrir hjá honum og D í verkunarmálinu, dagbókamálinu og veitingu nýs veiðileyfis, eða, er þetta það, sem Óli Björn og D telja góða stjórnsýslu? Er þá öðrum krítiskum stjórnsýslumálum sleppt.

Afstaða landsmanna

Maskína kannaði afstöðu landsmanna til hvalveiða í maí sl. Var niðurstaðan sú, að 51% landsmanna væri á móti hvalveiðum og aðeins 29% með. 20% afstöðulitlir. Á vilji meirihluta landsmanna að víkja fyrir vilja Kristjáns Loftssonar að mati Óla Björns og D? Eru það lýðræðishugmyndir Sjálfstæðisflokksins?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: