Greinar

Vantar meiri froðu?

By Gunnar Smári Egilsson

July 03, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Heimskviður byrjuðu sem endurvakning umfjöllunar Ríkisútvarpsins um erlendar fréttir og málefni en eru nú orðnar enn meiri umfjöllun RÚV um kóngafólk, frægðarmenni, sjónvarp og afþreyingu. Vantar virkilega meira af því? Eru þeir tímar sem við lifum ekki nógu spennandi fyrir Ríkisútvarpið? Heimsfaraldur, dýpsta kreppa í 130 ár, uppreisn hinna kúguðu um allan heim, upplausn stjórnmálanna … nei, enn einn klukkutíminn af endurfluttri umfjöllun um froðu. Hvað veldur þessu? Er til eitthvað sem kallast podcast-væðing útvarpsefnis? Leitun að einhverju mali sem fólk vill hafa í eyrunum í ræktinni eða á göngu með hundinn?