- Advertisement -

Vantar fleiri hótel í Reykjavík

Fjölgun ferðafólks í Reykjavík, og næsta nágrenni, var minni en meðaltalshækkunin á landinu öllu. Hvað veldur?

„Hér kann þó skýringanna við litlum vexti að vera finna í því að nýting herbergja er mjög há á höfuðborgarsvæðinu og því spurning hvort minni vöxtur skýrist ekki hreinlega af vöntun á hótelrými. Herbergjanýting lá á á bilinu 80-96% á fyrstu fjórum mánuðum ársins á höfuðborgarsvæðinu. Þó að fjölgunin hafi verið einungis aðeins meiri á höfuðborgarsvæðinu en Austurlandi er rekstrarumhverfi hótela á höfuðborgarsvæðinu allt annað og betra. Það sést einna best ef herbergjanýting er borin saman, en hún var á bilinu 10-33% á Austurlandi,“ segir í Hagsjá Ladnsbankans.

Ítrekað skal, að þrátt fyrir alla umræðu, hefur ferðafólki fjölgað um allt land. Síst í þeim byggðum sem eru fjærst Reykjavík. Trúlegasta skýringin er sú að meðalferðamaðurinn er hér í færri daga en áður. Það er meðal annars rakið til krónunnar og hversu mikið hún hefur hækkað miðað við aðrar myntir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: