- Advertisement -

Vantar fleiri borgarfulltrúa sem sinna fyrsta menntastiginu af alúð og krafti

„Borgin á að sinna leikskólum borgarinnar af myndugleika en ekki svelta þá svo hægt sé að selja þá síðar meir…“

„Staðfesting nítján borgarfulltrúa á úthýsingu leikskólans Bakka ber dapurlegt vitni um þá einkavæðingu á grunnþjónustu og menntun barna sem er í kortunum. Rökin fyrir þessu standast ekki skoðun og segja forsvarsmenn að lítil aðsókn sé í leikskólann og þar af leiðandi borgi rekstrareiningin sig ekki,“ bókuðu sósíalistar á síðasta fundi borgarstjórnar.

„Hins vegar hafa foreldrar greint frá því að í gegnum tíðina hafi borgin talað foreldra af því að skrá börn á leikskólann þar sem óvissa væri um framtíð hans og að valmöguleikinn um að skrá börn í þennan leikskóla hafi ekki verið kynntur fyrir þeim foreldrum sem hafi leitað að leikskóla. Það er einkennilegt og jafnvel hugsanavilla að segja að engin eftirspurn sé eftir leikskólanum á meðan hann er rekinn af borginni en þegar hann sé kominn í rekstur einkaaðila þá muni hann fyllast af börnum. Allt bendir þvert á móti til þess að aðgerðir borgarinnar hafi rutt veginn fyrir einkavæðingu leikskólans nú þegar sárlega vantar leikskólapláss í borgarreknum leikskólum þar sem gjöldin eru lægst. Borgin á að sinna leikskólum borgarinnar af myndugleika en ekki svelta þá svo hægt sé að selja þá síðar meir,“ segir í bókuninni.

„Einkavæðing er ekki lausnin við langvarandi leikskólavanda Reykjavíkurborgar heldur vantar fleiri borgarfulltrúa sem eru tilbúnir að sinna fyrsta menntastigi barna af alúð og krafti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: