„…þingmenn fara iðulega á bari eða annað og fá sér áfenga drykki.“
„Staðreyndin er sú að þingmenn fara iðulega á bari eða annað og fá sér áfenga drykki. Erlendis þekkist að í þinghúsum séu barir og jafnvel mikill fjöldi þeirra.“
Við lestur Staksteina má draga þá ályktun að Davíð Oddssyni þyki vanta bar eða bari í Alþingishúsið.
Hann verst grein Helgu Völu. „Mbl.is og Morgunblaðið greindu frá því í vikunni að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði síðastliðið sumar hvatt Karl Gauta Hjaltason með tölvupósti til að víkja af nefndarfundi alþingis til að fá sér bjór með henni og tveimur öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar á frægum Klaustur bar.“
Þá segir hann frá að Helga Vala hefði átt að vera á nefndarfundi en farið á barinn ásamt öðrum þingmönnum. „Þessir þingmenn töldu rétt að víkja af fundi og það er þeirra mat, þó að umdeilanlegra geti verið að hvetja aðra til hins sama.“
Rógurinn um að Helga Vala sé „steluþjófur“ og sæki bari í tíma og ótíma markast eflaust fyrst og síðast af stöðu hennar, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Leikaðferðin er þekkt, nú skal taka hana niður, særa og meiða. Ekkert hefur fundist í fari Helgu Völu og því er skrímsladeildin kölluð út.
„Helgu Völu mislíkaði bersýnilega frásögnin en með henni var þó engin afstaða tekin. Vegna umræðu um að aðrir þingmenn, sem fóru sem kunnugt er á sama bar og viðhöfðu þar ósæmandi ummæli, hefðu gert það í vinnutímanum var eðlilegt að greina frá þessu.
Staðreyndin er sú að þingmenn fara iðulega á bari eða annað og fá sér áfenga drykki. Erlendis þekkist að í þinghúsum séu barir og jafnvel mikill fjöldi þeirra.“
Og svo þetta: „Morgunblaðið gerir engar athugasemdir við þetta og staðreyndin er sú að starf þingmannsins er ekki hefðbundið starf með afmarkaðan vinnutíma. Þetta er löggjafarstarf sem þingmönnum ber að inna af hendi eftir eigin samvisku og á meðan þeir hafa til þess stuðning kjósenda.“
-sme