„Stöðugt berast nýjar fregnir um stórfelld vandræði af völdum myglu og rakaskemmda í skólahúsnæði borgarinnar,“ skrifar Kjartan Magnússon, borfarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.
„Brýnt er að borgarstjórn ræði þessi mál án undanbragða, ekki síst í ljósi svartrar skýrslu sem lögð var fyrir borgarráð í síðasta mánuði. Þar kemur m.a. fram að þörf sé á meiriháttar viðhaldi í 83% af skóla- og frístundabyggingum borgarinnar eða 113 af 136! Talið er að uppsöfnuð viðhaldsskuld skóla- og frístundahúsnæðis Reykjavíkurborgar nemi um þrjátíu milljörðum króna,“ skrifar Kjartan.
Hann var ósáttur við að borgarstjórn vildi ekki ræða þetta mál og eitt annað. Meira um það síðar í dag.