Fréttir

Vanskil aukast á rukkarinn skælbrosir

By Miðjan

August 30, 2023

„Guðmund­ur Magna­son, fram­kvæmda­stjóri In­kasso-Moment­um, lík­ir áhrif­um far­sótt­ar­inn­ar á ís­lensku inn­heimtu­fyr­ir­tæk­in við ham­far­ir. Van­skil hafi þá dreg­ist veru­lega sam­an, lán hafi verið fryst og fyr­ir­tæki fengið fyr­ir­greiðslu til að kom­ast í gegn­um erfiðasta kafl­ann. Sam­drátt­ur í inn­heim­tu­geir­an­um vegna þessa hafi átt veru­leg­an þátt í að ákveðið var að sam­eina In­kasso og Moment­um,“ þetta er úr frétt í Mogga dagsins.

Guðmundur sér fram á bjartari tíð meðan  skuldarar kvíða eflaust komandi tímum. Vextir eru hærri hér en annars staðar. Það er vont að vera skuldari á Íslandi.

Áfram með Moggafréttina:

„Staðan nú eft­ir far­ald­ur­inn er allt önn­ur en eft­ir hrunið og við erum ekki kom­in ná­lægt sömu töl­um og fyr­ir far­ald­ur. Við erum fyrst núna á fyrri hluta þessa árs að sjá að farið er að draga aðeins úr greiðslu­hraðanum en hann hafði auk­ist stöðugt. Það eru tölu­verðar frétt­ir út af fyr­ir sig en eng­in hættu­merki um, enn sem komið er, að þetta sé farið að snú­ast í hina átt­ina. Það er þannig langt frá því að þró­un­in frá 2019 hafi gengið til baka. Greiðsluráðgjaf­ar okk­ar eru samt farn­ir að sjá nýtt fólk detta inn sem hef­ur ekki verið í van­skil­um áður sem gef­ur til kynna að hækk­andi vext­ir séu farn­ir að hafa áhrif.“

Eins dauði er annars brauð.