Vanræksla stjórnvalda og Landakot
Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Mesta áhættan í íslenskum sjávarútvegi seinustu áratugina eru fjárfestingar kvótagreifa td í bílaumboðum og bönkum. Að ekki sé nú á það minnst, þegar helv…. skatturinn kemst í eitthvað sem enginn á að vita um!
Augljóst er að vanræksla yfirvalda í áratugi er aðalorsök þess að amk 10 manns dóu vegna covid. Hve mörg hjúkrunarpláss er verið að útbúa td hér á höfuðborgarsvæðinu? Gamall fráflæðingur á Sveinseyri spyr.
Eitt af því sem mér, amatörnum, finnst sjálfgefið, í kjölfar skýrslu um Landakotssýkinguna, er að alls ekki ætti að setja fólk, sem er í lífshættu vegna veirufaraldursins á stað þar sem margir verða að nota sömu klósettin og sömu böðin.