- Advertisement -

Vanmetum niðursveifluna

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, varar við stöðu efnahagsmála. Hann segir okkur vanmeta komandi niðursveiflu. Hann er ekki bjartsýnn á komandi tíma.

Birgir Þórarinsson.
„Við erum að sigla inn í niðursveiflu og sú niðursveifla er vanmetin.“

„Við erum að sigla inn í niðursveiflu og sú niðursveifla er vanmetin. Alveg eins og menn vanmátu uppsveifluna,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi þegar hann tók þátt í umræðum um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.

Hann sagði að nýta verði komandi slaka til að fara í innviðauppbyggingu.

„Það er veruleg uppsöfnuð þörf í vegamálum og aðrir innviðir hafa setið á hakanum, eins og við þekkjum,“ sagði hann. Hann sagði ábyrgt staða að greiða niður skuldir ríkisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Að ganga á eignir með því að halda ekki við innviðum er óskynsamlegt, svona svipað eins og að eyða engu í viðhald á eigin húsnæði, sem gerir það að verkum að verðgildi þess minnkar og jafnvel notagildið. Í áliti meirihlutans er þess jafnframt getið að nauðsynlegt sé að forgangsraða framkvæmdum á kerfisbundinn hátt og nýta ábata og kostnaðargreiningar í því skyni. Í álitinu beinir meirihlutinn því sérstaklega til stjórnvalda að koma á kerfisbundnari forgangsröðun framkvæmda en verið hefur fram til þessa. Ég tek heils hugar undir það,“ sagði hann.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: