- Advertisement -

Vanhugsuð atlaga að „Íslandslánunum“?

Láglaunafólk mun því hrekjast út á rándýran leigumarkað og íbúðarbyggingar munu í kjölfarið dragast saman, þar sem eftirspurnin mun minnka verulega.

Hrafn Magnússon.

Hrafn Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða er ekki viss um að rétt sé að setja bann við „Íslandslánunum“. Hann skrifar:

„Í tengslum við Lífskjarasamninginn var gefin út yfirlýsing um afnám verðtryggingarinnar. 
Fyrsta skrefið er að frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára.
Ég hef áður hér á þessum vettvangi vakið athygli á því að slíkt bann á 40 ára jafngreiðslulánum mun þyngja greiðslubyrði fólks verulega og færri munu standast greiðslumat en áður. Láglaunafólk mun því hrekjast út á rándýran leigumarkað og íbúðarbyggingar munu í kjölfarið dragast saman, þar sem eftirspurnin mun minnka verulega.
Ég tek hins vegar eftir því að þetta bann á 40 ára verðtryggðum lánum er beint að jafngreiðslulánum, en ekki verðtryggðum 40 ára lánum með jöfnum afborgunum. Það er þó bót í máli, þó þessi atlaga að verðtryggðum lánum sé ámælisverð og vanhugsuð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: