- Advertisement -

Vanhæfi Sjálfstæðisflokksins

Í Fréttablaðinu í dag er fréttaskýring um stöðuna í stjórnmálunum. Henni fylgir eftirfarandi upprifjun á stjórnarþátttöku Sjálfstæðisflokksins. Sem hefur gengið brösuglega.

„Sjálfstæðismönnum hefur ekki tekist að halda ríkisstjórn á lífi heilt kjörtímabil síðan á kjörtímabilinu 2003 til 2007 en á því kjörtímabili skiptust Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson á að stýra úr Stjórnarráðinu. Síðari ríkisstjórn Geirs Haarde sprakk árið 2009 í kjölfar efnahagshrunsins.

Ríkisstjórn flokksins með Framsókn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þoldi ekki  Panamaskjölin og boðaði til kosninga eftir þriggja ára stjórnartíð. Þriggja flokka stjórn Bjarna Benediktssonar með Bjartri framtíð og Viðreisn hafði ekki náð heilu ári áður en hún sprakk vegna kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru með stuðningi föður forsætisráðherra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: