Vanda og fótboltastrákarnir
Atli Þór Fanndal skrifaði á Facebook og hér er tekið undir það að mestu:
„Það er sturlað að fylgjast með hvernig linnulaust er grafið undan Vöndu formann KSÍ. Það er sama hvert er lítið fótboltastrákarnir láta eins og það komi engum við þótt KSÍ hafi verið ófært um að takast á við ábyrgð sína. Vandamálin hófust ekki með núverandi formanni. Hún er beinlínis að takast á við áralanga þöggun og meðvirkninni. Það þarf að vera verulega blindur til að sjá ekki kvenfyrirlitninguna í hvernig fjallað er um störf Vöndu. Þetta hefur ekkert með gagnrýni og umbótaást að gera. Þetta er menningarvald að verja sig með aðstoð her fólks sem finnst til sín koma með því að slást í lið gegn nýjum tímum. Svona grasserar spilling og ofbeldi. Nákvæmlega svona.“
Málið er einmitt það. Vanda kom að rústabjörgun og er enn að vinna í hruni KSÍ. Hún er líkleg til að bjarga því sem bjarga þarf.