Ljósmynd: Vísir.

Fréttir

Valhöll vill vera utan Evrópu

By Miðjan

December 05, 2018

Óli Björn Kárason.

Óli Björn Kárason er sá í þingliði Sjálfstæðisflokksins sem tjáir sig mest um pólitík, jafnvel sá eini. Í vikulegri grein sinni í Mogganum fjallar um sjálfstæði þjóða, með augum flokksins síns. Flokksins sem fer sínar eigin leiðir og kemst upp með það, vegna ótrúlegrar fyrirferðar í íslenskum stjórnmálum.

Hér eru tvo merk sýnishorn úr grein Óla Björns.

„Á af­mælis­ári full­veld­is­ins er það við hæfi að ut­an­rík­is­ráðherra skuli hafa skipað starfs­hóp, und­ir for­ystu Björns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi ráðherra, til að vinna skýrslu um aðild Íslands að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið. Veg­ur­inn milli þess að varðveita full­veldið og taka þátt í sam­starfi Evr­ópuþjóða er vandrataður. Þess vegna skipt­ir miklu að varpað sé skýru ljósi á kosti og galla aðild­ar að EES en ekki síður sé mótuð stefna til lengri tíma um hvernig við Íslend­ing­ar vilj­um tryggja náið og gott sam­starf við aðrar þjóðir. Efna­hags­leg vel­sæld næstu 100 ár full­veld­is ræðst af því hvernig okk­ur tekst til.“

Fyrir okkur sem utan standa er ekki hægt annað að en lesa út úr þessu en að verið sé að undirbúa slit á EES-samningnum. Sé einhver í vafa þá ber að lesa seinni tilvitnunina í grein Óla Björns:

„Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur oft­ar en einu sinni vakið at­hygli á nauðsyn þess að Alþingi taki til skoðunar stöðuna á grund­velli EES-samn­ings­ins. Íslend­ing­ar standi frammi fyr­ir því „í hverju mál­inu á eft­ir öðru að Evr­ópu­sam­bandið krefst þess þegar við tök­um upp Evr­ópu­gerðir, til­skip­an­ir eða reglu­gerðir, að við Íslend­ing­ar fell­um okk­ur við að sæta boðvaldi, úr­slita­valdi, sekt­ar­ákvörðunum eða með öðrum hætti skip­un­um frá alþjóðastofn­un­um sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur komið sér upp en við eig­um enga aðild að“. Með þessu sé grafið und­an grunnstoðum EES-samn­ings­ins.“

Aðrir stjórnmálaflokkar verða að taka þátt í því sem er í undirbúningi. Fær Sjálfstæðisflokkurinn að fara þessa ferð án umræðu, án þess að þeir sem eru annarra skoðunar lyfti litla fingri?