Þekkt er að úthringiver Valhallar hringdi til erlendra kjósenda og varaði þá við að fara á kjörstað, þar sem þeir hefðu ekki rétt til að kjósa. Þetta voru rangar fullyrðingar Valhallar og eftir að upp komst kom aum afsökunarbeiðni.
Nú bætist við að fráfarandi borgarulltrúar Sjálfstæðisflokksins rifu í allar handbremsur til að koma í veg fyrir að nýir kjósendur fengju bréf frá borginni þar sem þeir var gerð grein fyrir alvöru kosningaréttarins.
Allir sem vita hafa á og hafa tjáð sig eru vissir og sannfærðir um að því dræmari sem kjörsókn verður á morgun, því betra sé það fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hagnist á því að sem fæstir kjósi.
Þetta veit kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins og reynir því hvað hægt er til að sem flestir sitji heima og taki ekki þátt í kosningunum. Miðað við kannanir virðist Sjálfstæðisflokkurinn þurfa meira en það eitt að fáir mæti á kjörstað. En það er annað mál.