Gunnar Smári Egilsson hefur tekið saman hversu mikla peninga valdaflokkarnir hafa skammtað sér úr ríkissjóði og borgarsjóði. Hann skrifar:
„Maður gleymir því stundum hversu ójafn leikur þessi kosningabarátta er, það er svo gaman hjá okkur sósíalistum. Og okkur hefur gengið ágætlega þótt við munum líklega ekki eyða meiru en rúmri milljón fram að kosningum.
Hér er það sem flokkarnir sem við keppum við hafa skammtað sér úr ríkissjóði og borgarsjóði, bara á þessu ári. Munið það þegar þið heyrið auglýsingar frá þessum flokkum. Það eruð þið sem borgið.
Sjálfstæðisflokkur: 195,7 m.kr.
VG: 120,7 m.kr.
Samfylkingin: 116,1 m.kr.
Framsókn: 82,8 m.kr.
Miðflokkurinn: 71,5 m.kr.
Píratar: 67,3 m.kr.
Flokkur fólksins: 45,2 m.kr.
Viðreisn: 44,0 m.kr.
Samtals eru þetta 743,3 m.kr. á ári. Eitt kjörtímabil með þessum grínurum kostar okkur 2973,2 m.kr.
Hvernig gerðist þetta eiginlega? Er það virkilega svo að þessir flokkar geti sótt sér skattpeninga almennings eftir þörfum? Eru engar hömlur á þjófnaðinum?
Og hafið í huga: Enginn þessara flokka kvartar. Þeir hlaupa með peninginn upp í Ríkisútvarp til að kaupa auglýsingar um hvað þeir séu frábærir.“