Vald auðstéttarinnar á Íslandi er algjörlega magnað
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:
Meðlimur auðstéttarinnar talar um frið á vinnumarkaði um leið og hann krefst þess að verka og láglaunafólk gefi eftir sínar launahækkanir, launahækkanir sem það barðist fyrir í verkföllum, á meðan það þurfti að þola að milljón-króna mennirnir réðust að þeim við hvert tækifæri með áróðri og árásum. Mennirnir sem hlusta aldrei þegar að láglaunafólkið talar, aldrei nokkurn tímann, fá allt það pláss í fjölmiðlum sem þeim sýnist, þurfa ekki annað en að skrifa grein og heilan dag heyrum við ekkert annað en fregnir af því hvað þeim finnist að við eigum að láta okkur nægja. Vald auðstéttarinnar á Íslandi er algjörlega magnað.
Forstjóri eignarhaldsfélags kallar stríðsyfirlýsingu sína gagnvart verka og láglaunafólki frið á vinnumarkaði og kallar brauðmolakenningar sínar lögmál:
„Stríð er friður og þegar ég tala þá er það þyngdarlögmál. Lögmálið, það er ég“.
Við hljótum að ætla að sameinast um að losna undan forherðingu og yfir-náttúrulegum hroka hinna auðugu sem allra fyrst.