- Advertisement -

Vægi flokkanna minnkar

Í öðru lagi hvað fólk var vel að sér, hafði greinilega fylgzt með umræðum og sett sig inn í málið.

Útsendarar Okrunnar okkar nýttu sér menningarnótt í baráttu sinni. Styrmir Gunnarsson skrifar: „Á menningarnótt í Reykjavík í gær var fólk á vegum Orkunnar okkar á ferð í miðbænum að tala við þá, sem áhuga höfðu á um orkupakkann. Tvennt vakti athygli:

Í fyrsta lagi að langflestir þeirra, sem við var talað höfðu gert upp hug sinn og voru andvígir samþykkt hans.

Í öðru lagi hvað fólk var vel að sér, hafði greinilega fylgzt með umræðum og sett sig inn í málið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir segir þetta vera vísbendingu um að andstæðingar orkupakkans hafi náð til fólks með málflutningi sínum eins og reyndar mikil aðsókn að fundum Miðflokksins í Suðurkjördæmi um málið hafi líka sýnt fyrr í vikunni.

„Margir veltu líka fyrir sér hvað mundi gerast ef þingmenn hefðu andstöðuna að engu og samþykktu pakkann. Pólitíkin er að breytast. Vægi flokkanna er að minnka en áhrif þverpólitískra samtaka um einstök málefni að aukast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: