Ragnar Önundarson skrifar:
Eftir hrun, þegar hundruð milljarða voru afskrifaðir fyrir hluthafa sumra fyrirtækja en ekki annarra, treysti ríkisstjórn landsins, sem var vinstri stjórn, á hæfni embættismanna. Þekkingin sem um munaði í hruninu kom samt utanfrá. Núna erum við í sömu sporum, „djúpríkið“ svonefnda rígheldur í völd sín en hefur ekki næga þekkingu. Hagsmunaaðilar vaða yfir almenning á „skítugum skónum“.